Haukur lauk doktorsprófi í samkeppnisrétti frá European University Institute í Flórens á Ítalíu árið 2017 og LLM gráðu í Evrópurétti frá Stockholms universitet árið 2009. Hann starfar nú sem dósent við Háskólann á Bifröst, en tekur að sér valin verkefni við lögfræðiráðgjöf á sviðum sem tengjast helstu sérsviðum hans. Á ferli sínum hefur Haukur starfað sem lögfræðingur í Brussel, Lúxemborg og Reykjavík.
Haukur er höfundur bókarinnar Conceptualising Procedrual Fairness in EU Competiton Law sem kom út hjá Hart Publishing árið 2020.
Haukur veitir sérhæfða lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila á eftirfarandi réttarsviðum:
* Evrópuréttur (EES-ESB-MSE)
* Samkeppnisréttur
* Ríkisaðstoðarréttur
* Skipulags- og byggingaréttur
Hann tekur að sér eftirfarandi tegundir verkefna:
* Ritun lögfræðilegra álitsgerða
* Ritun umsagna um lagafrumvörp
* Gerð kvartana og kæra til stjórnsýsluaðila og eftirlitsstofnana
* Gerð kvartana til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
Haukur veitir ekki lögmannsþjónustu og tekur ekki að sér rekstur mála fyrir dómstólum.